05.01.1945
Neðri deild: 95. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1172 í B-deild Alþingistíðinda. (2243)

110. mál, sala nokkurra opinbera jarða

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. — Eins og kom fram í ræðu hv. 2. þm. N.-M., voru þessar brtt. ræddar í landbn. Ed., og ég held, að meiri hl. n. hafi í sjálfu sér verið fylgjandi till. eða með því efnislega, að þær næðu fram að ganga, en samt komu fram svipaðar raddir um það í n. og hér, að það gæti riðið málinu að fullu, ef fara ætti að flækja því milli deilda. Ég kynnti mér þetta ofur lítið með viðtali við landbn. Ed. og spurði, hvort þeir álitu mikla hættu á því, að málið yrði stöðvað þar, þegar það kæmi þangað, og voru þeir nm., sem voru meiri hl. n., eindregið á því, að málinu væri ekki stefnt í neina hættu og að þeir mundu samþ. það óbreytt. Ég tel því ekki mikla hættu á því, að málið mundi daga uppi eða eyðileggjast, þótt brtt. yrði samþ. Ég get ekki borið fram neitt sameiginlegt álit fyrir n., en afstaða n. var yfirleitt þessi, sem ég hef nú skýrt frá, og mun ég greiða atkv. með till.