09.01.1945
Efri deild: 96. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1182 í B-deild Alþingistíðinda. (2328)

56. mál, hafnarlög fyrir Hrísey

Bernharð Stefánsson:

Það er að vísu rétt, sem hæstv. ráðh. sagði, að hér er um allt aðrar upphæðir að ræða í þessu frv. en þá, sem sýslun. Eyjafjarðarsýslu taldi, að væri um að ræða viðvíkjandi Ólafsfirði. Ég vil þó benda á, að Alþ. var sent álit sýslun. um þetta, og neitun hennar á ábyrgð fyrir Ólafsfjörð byggðist ekki eingöngu á óttanum við það að ganga í þá ábyrgð, heldur á þeim skilningi sýslun. og áliti, að það væri rangt að áskilja ábyrgð sýslunnar með þeim takmörkuðu tekjumöguleikum, sem sýslan hefði, fyrir slíkum lánum. Og þó að hér sé um ólíkar upphæðir að ræða, hef ég fulla ástæðu til að ætla, að afstaða sýslun. verði hin sama gagnvart þessu máli og Olafsfjarðarmálinu. Þess vegna er það, að þó að ég geti ekki verið að rísa gegn þessari till., þar sem hún er í samræmi við önnur hafnarl., þá býst ég við, að samþykkt þessarar brtt. verði til þess, að ekki verði um hafnarframkvæmdir í Hrísey að ræða, fyrr en ef heildarl. yrðu sett um hafnargerðir í landinu og með því móti yrði fært að hef jast handa. Ég vona því, að hv. þdm. afsaki það, þó að ég geti ekbi beinlínis léð þessari brtt. fylgi.