02.12.1944
Neðri deild: 85. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í B-deild Alþingistíðinda. (2360)

202. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. — Árið 1919 voru samþ. l. um hafnargerð í Ólafsvík. Þá var gert ráð fyrir, að hafnargerð þar kostaði 700 þús. kr. En samkvæmt venju voru ákveðin hlutföll milli framlags ríkissjóðs og framlags hafnarsjóðs Ólafsvíkur, ríkissjóður skyldi greiða 1/4 kostnaðar. En reynslan hefur orðið sú, að á fjárl. síðustu 10 ára hefur verið veittur 1/3 kostnaðar. Nú er það orðin föst venja um hafnarl., að í þeim hefur verið ákveðið, að hlutföllin séu þau, að ríkissjóður greiði 2/5, en hafnarsjóður 3/5. Þetta frv. er flutt í því skyni að fá sömu hlutföll hér eins og er í öðrum hafnarl. Heildarupphæðin er 700 þús. kr., og er það látið haldast óbreytt, og er ákveðið, að 3/5 í stað 1/4 skuli greitt úr hafnarsjóði, en ríkissjóður skuli greiða 2/5.

Ég vænti þess, að málið fái góða afgreiðslu og því verði vísað til 2. umr. og sjútvn.