28.02.1944
Neðri deild: 21. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

53. mál, veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður

Flm. (Sigurður E. Hlíðar):

Herra forseti. — Ég skal ekki vera langorður um þetta litla frv., sem hér liggur fyrir.

Eins og sjá má af grg., er hér aðeins um sanngirnismál að ræða fyrir hestamannafélagið Létti á Akureyri. Það fer fram á að fá nafn sitt skráð undir þá heimild, sem dómsmrh. hefur veitt tilsvarandi félagsskap í Reykjavík, sem sé hestamannafélaginu Fáki, og sjómannadagsráðinu- í Reykjavík í sambandi við veðmálastarfsemi við kappreiðar og kappróður með þeim ákvæðum, sem getið er um í 2. mgr., en hún kveður m.a. á um, að 10% af hagnaði af starfsemi þessari skuli varið til reiðvegar. Eina breyt., sem farið er fram á, er aðeins sú, að hestamannafélagið Léttir á Akureyri fái að koma undir sömu ákvæði og hestamannafélagið Fákur í Reykjavík, sem því félagi hefur verið veitt með þessari heimild í l. — Ég vænti þess því fastlega, að frv. fái að fara til 2. umr. og fjhn.