28.02.1945
Efri deild: 138. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (2475)

198. mál, samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum

Gísli Jónsson:

Ég vil aðeins geta þess, að það hefur skýrzt enn betur fyrir mér, hvað þetta mál er lítilsvert.

En ég stóð aðallega upp til að lýsa undrun minni yfir því, ef það er rétt, að Geir Zoëga hafi haft miklar tekjur af því að reikna út járn í byggingar ríkisins. Þá finnst mér það undarlegt af háttv. 6. þm. Reykv. að álíta, að útboðsskilmálar skuli ákveðnir af dómnefndinni, og gat ég ekki samfærzt af rökum hans því viðvíkjandi.