28.02.1945
Efri deild: 138. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í C-deild Alþingistíðinda. (2482)

198. mál, samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum

Bjarni Benediktsson:

Þar sem í þessari rökstuddu dagskrá er beinn misskilningur og ranghermi (JJ: Nei.), þá get ég alls ekki greitt atkv. með henni af þeirri ástæðu, því að það er alveg rangt, að höfuðstaðurinn mótmæli þessari lagasetningu. Það er þvert á móti eðlilegt, að ríkið setji hana fyrir sitt leyti, svo að rökstudda dagskráin byggist á furðulegum misskilningi, og ég er hissa, að hún skuli ekki vera tekin aftur. Ég segi nei.