30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í C-deild Alþingistíðinda. (2507)

95. mál, loðdýrarækt

Þorsteinn Þorsteinsson:

Á s. l. ári þann 18. des. var hér afgr. frá landbn. þessarar d. frv. um loðdýrarækt og loðdýralán. Það var shlj. afgr. frá n. og sent hér auðvitað til afgreiðslu d. Síðan eru liðnir 2 mánuðir, og ég hef nú í nokkur skipti utan fundar óskað þess hjá hæstv. forseta, að hann færi að taka mál þetta á dagskrá, en því hefur enn ekki verið sinnt. Nú verð ég að skora á hæstv. forseta að fara nú að taka mál þetta á dagskrá. Ég sé yfirleitt tekin mál, sem þarf að sækja um afbrigði fyrir, og ef maður má treysta því, sem ég hef alltaf haft von um, að forseti leiddi málin til framkvæmda, en væri ekki neitt að vefjast fyrir framkvæmd þeirra, þá vonast ég til, að hæstv. forseti taki málið á næstu dagskrá eða næst þegar fundur verður haldinn.