28.11.1944
Neðri deild: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2522)

119. mál, áburðarverksmiðja

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það var tvennt, sem ég vildi minnast á, annað var að leiðrétta misskilning og hitt að fá upplýsingar. Það, sem ég vildi leiðrétta, var það, að Birkelund-aðferðin var miklu dýrari en Haabers-aðferðin, og það var þess vegna, sem skipt var um, en ekki af því að verksmiðjurnar væru of litlar. Annað er það, að ég hygg, að ákveða verði fyrst, hvar verksmiðjan á að standa og það eigi væntanleg stjórn hennar að gera í samráði við ríkisstj., en ekki ríkisstj. ein. Þess vegna þurfi að kjósa framkvændarnefnd eða stjórn strax, því að það er vitað, að þessi stjórn gerir aldrei neitt í því máli, þótt henni verði falið það.