28.11.1944
Neðri deild: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2523)

119. mál, áburðarverksmiðja

Bjarni Ásgeirsson:

Mér láðist að geta þess, að meiri hlutinn gæti fallizt á þá breyt., að þeir aðilar, sem leggja til menn í n., kosti þá þann tíma, sem þeir starfa. Þá sagði hv. frsm. meiri hlutans, að sér litist ekki á það, að verksmiðjan bæri sig, ef gefa þyrfti allan stofnkostnað. Það er eigi nauðsynlegt, þótt það væri æskilegt, til þess að verksmiðjan ætti sig sjálf og áburðurinn yrði þar af leiðandi einnig ódýrari.