10.01.1945
Neðri deild: 101. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í C-deild Alþingistíðinda. (2574)

125. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Háttv. flm. sakar n. um að hafa dregið óhóflega afgreiðslu þessa máls. Ég skal játa það, að málið hefur tafizt allmikið hjá n. Er það að sumu leyti að kenna vangá n., en að nokkru leyti af óviðráðanlegum ástæðum.

Um efni málsins er það að segja, að heilbr.- og félmn. hefur ekki farið neitt inn á að dæma réttmæti þess. En þar sem þessi kafli viðkomandi l. er til athugunar hjá mþn., eins og áður er sagt, telur hún ekki rétt að taka um það ákvarðanir.

Háttv. þm. vill láta skína í, að álit mþn. geti dregizt. Um það skal ég ekkert segja, en vil þó benda á það, að frá mþn. hafa nú borizt till., sem Alþ. hefur samþ. án verulegra breytinga. Tryggingamálin munu væntanlega verða lögð fyrir næsta Alþingi, og vona ég, að háttv. flm. sjái sér fært að bíða þangað til.