14.02.1945
Efri deild: 127. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í C-deild Alþingistíðinda. (2602)

280. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil fyrst þakka hv. 6. þm. Reykv. fyrir skjóta og góða afgreiðslu þessa máls. Kann ég að meta hana að fullu, þar eð málið kom svo seint inn. Jafnframt þakka ég hæstv. forseta, sem hefur sýnt málinu mikla samúð með því að taka það á dagskrá með afbrigðum.

Ég skal ekki hafa um þetta mörg orð og get lýst því yfir, að ég sem flm. málsins get fellt mig að fullu við þessa afgreiðslu málsins frá hv. allshn., þótt ég muni sitja hjá við atkvgr. um rökst. dagskrána. Ég skil vel rök hv. 6. þm. Reykv. í málinu, en vil leyfa mér að benda á, að mér fannst gæta nokkurs ósamræmis í því, er hann sagði síðast, að ekki þætti ástæða til þess að taka fram fyrir hendur dómstólanna um breyt. á l., sérstaklega með tilliti til þess, að nýlega er búið að samþ. l. á alveg sama grundvelli, þar sem hv. þm. greiddi atkv. með því, að slíkur háttur yrði hafður á málinu. Segi ég þetta ekki til aðkasts, heldur til þess að bera saman vinnuaðferðir á ýmsum málum. — Ég treysti því, að hæstv. ríkisstj. láti þessa athugun fara fram, og skil alveg sérstaklega þau rök, sem færð eru fram, að óheppilegt sé að taka út úr svona eitt atriði, og m. a. fyrir það get ég fellt mig við afgr. þessa máls og þakka skjóta afgr. á því.