29.01.1945
Neðri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í C-deild Alþingistíðinda. (2609)

216. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta litla frv., sem flutt var hér fyrir jól, fer fram á, að sú breyting verði gerð á mjólkurl., að leyft verði að selja inn á verðjöfnunarsvæði mjólkurafurðir af þeim svæðum, sem utan við standa. Landbn. telur frv. miða í rétta átt, en ekki nægilega fullkomið, a. m. k. geri ég mig ekki ánægðan með þessa breytingu á mjólkurl. Nefndin leggur því til að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá í því trausti, að á þessu verði ráðin bót á næsta þingi.