24.02.1944
Neðri deild: 18. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (261)

27. mál, skipun læknishéraða

Lúðvík Jósefsson:

Ég er því samþykkur, að fjölgað verði læknum úti um landsbyggðina. En ég hefði kosið, að um leið og samþ. er að fjölga læknishéruðum, væri það tryggt, að þar, sem áður hafa verið tveir læknar, verði það svo einnig framvegis, t.d. á Fljótsdalshéraði. Í trausti þess, að þetta verði framkvæmt þannig, segi ég já.