27.11.1944
Neðri deild: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í C-deild Alþingistíðinda. (2673)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Gísli Sveinsson:

Ég hef við síðustu umr. glögglega gert grein fyrir ástæðum þeim, sem fyrir hendi eru, til þess að fá samþykkta brtt. á þskj. 454, og hafði ég þá fallizt á þar á eftir að taka brtt. aftur til 3. umr. Að vísu kom til þar á milli önnur ræða hv. frsm., sem virtist að vísu vera nokkuð sundurleit í því, sem ég hafði tekið fyrir góða og gilda vöru, að hv. n. hefði fallizt á eða mundi ætla sér að fallast á. Nú vil ég ekki trúa, að hv. n. andæfi, hvorki með till. né atkvgr., því að þessar framkomnu brtt. ná eingöngu fram að ganga eins og frv. sjálft, og mun standa við það, en eins og ég tók fram, í því trausti, að till. nái fram að ganga og þau ákvæði, sem frv. greinir, og ætlazt er til.