27.11.1944
Neðri deild: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í C-deild Alþingistíðinda. (2679)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Forseti (JörB):

Ástæðan til þess, að ég frestaði umr. síðast, var sú, að einn hv. þm. var á mælendaskrá og fundartíma meir en lokið. Það var fyrir þær sakir. Hins vegar býst ég við, að sá hv. þm., sem kvaddi sér hljóðs, hafi gert það vegna ræðu hv. frsm. menntmn., sem hann hélt á fyrra fundi, þegar málið var fyrst til umr. Nú hafa hv. þm. gefið yfirlýsingu um að fresta till. sínum til 3. umr., og er það nokkurs um vert, þegar athugað er, að málið er ágreiningsvert.

Ég vona, að hv. þdm. standi við að taka till. aftur til 3. umr., þrátt fyrir það, sem fram er komið í málinu. Einnig vænti ég þess, að hv. menntmn. geri sitt ýtrasta til að leysa málið svo, að allir megi við una.