30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (2707)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Eiríkur Einarsson:

Ég var svo síðbúinn að kveðja mér hljóðs, því að ég bjóst við, að hv. frsm. menntmn. t. d. mundi kannske segja nokkur orð út af brtt. á þskj. 967, sem hér liggur fyrir frá Gísla Jónssyni. Það er kannske óþarfi að standa hér upp, en mér finnst bara viðkunnanlegra að einhver minnist á það, að við höfum aðeins tekið til athugunar þessa brtt. menntmn., og það var niðurstaða okkar, að okkur þótti ekki ástæða til að taka endanlega ákvörðun um hana. Úr því að svo margir staðir á annað borð hafa verið ákveðnir til að vera húsmæðraskólasetur í framtíðinni, þá sé ég ekki ástæðu til, að sú till., sem hér er stungið upp á, að komi til framkvæmda, sem sé að reisa húsmæðraskóla á hinum virðulega og ágæta stað, Reykhólum í Barðastrandarsýslu, sé tekin sérstaklega út úr, heldur láta atkv. nm. vera óbundin um þá till. — Það var e. t. v. óþarfi að taka þetta fram, en mér fannst það viðkunnanlegra.