30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (2717)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Bjarni Benediktsson:

Ég vildi beina því til hæstv. forseta, hvort ekki væri hægt að fá málinu frestað, til þess að menntmn. eða nokkur hluti hennar leitaði álits mþn. í skólamálum. Mér virðist alls óvíst, að þetta mál þyrfti að dragast til næsta þings, þó að beðið sé álits mþn. Svör hennar ættu að geta komið mjög fljótt, ef hún er búin að gera sér verulega grein fyrir málinu, eins og líklegt má telja. Mæli hún með frv., mun það ekki fá mótstöðu hér.

Ég hef samið rökst. dagskrá í málinu, en er ekki ánægður með hana og ber hana ekki fram, nema synjað verði þessum tilmælum. Bæði 1. þm. Reykv. og þm. Dal. eru búnir að láta í ljós óskir í sömu átt.