07.02.1945
Neðri deild: 123. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í C-deild Alþingistíðinda. (2731)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur tekið allverulegum breyt. í meðförum hæstv. Alþ. Þegar það var lagt fyrst fyrir hv. d., var þessi till. um að stofna aðeins einn nýjan húsmæðraskóla, þann áttunda, en sjö voru fyrir. Nú hefur teygzt úr þessu smátt og smátt, og þegar málið kemur frá hv. Ed., eru hinir nýju skólar orðnir sex, svo að nú eru 13 húsmæðraskólar teknir upp í frv. Nú liggur till. fyrir hv. d. um að bæta við hinum fjórtánda, svo að sjö skólar verða nýir. — Mér finnst þetta að vísu bera vott um stórhug hæstv. Alþ. í menntamálum, en eigi að síður finnst mér ástæða til þess, að málið verði athugað nánar, áður en það verður afgr. frá hv. d. Ég vildi þess vegna óska eftir, að þessari umr. yrði frestað og málinu vísað til hv. menntmn. til nánari athugunar.