07.02.1945
Neðri deild: 123. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2736)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. — Ég get í rauninni fallið frá orðinu að mestu leyti, því að það, sem ég ætlaði að segja, er mest komið fram í ræðum þeim, sem hér hafa verið fluttar.

Þegar þetta mál var til umr. hér í hv. d. síðast, hélt ég því fram, að eðlilegt væri að losa sig við að koma með mjög víðtækar brtt. um skólamál landsins, því að þau mál væru til athugunar hjá mþn., og hirti ég því ekki um að koma með brtt. þá.

Nú hafa verið gerðar breyt. á frv. Ed. hefur samþykkt að bæta við einum skóla, frá því sem samþ. hafði verið hér í Nd. Liggur nú fyrir að setja víðtæka lagasetningu um málið, og lítur ekki út fyrir, að þessi þáttur skólamáls verði tekinn til íhugunar á næstu tímum.

Nú er ég hér með till. um að reisa húsmæðraskóla í Austur-Skaftafellssýslu. Hún er nú ein af þeim örfáu sýslum, sem engan framhaldsskóla hafa, og er ætlunin, að þar komi nú á næstu árum framhaldsskóli. Ég hef freistazt til að reyna að fella þetta inn í frv. Það má ætla, að meiri hl. Alþ. sé þessu hlynntur, því að segja má, að nánast sé skóli í hverri sýslu landsins nema Austur-Skaftafellssýslu.

Skal ég svo ekki fjölyrða um málið að sinni.