20.01.1944
Sameinað þing: 8. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (2870)

4. mál, fjárlög 1945

fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Það hefur nú verið lagt hér fram frv. til fjárlaga fyrir árið 1945. Í athugasemdum með þessu frv. er tekið fram, að af eðlilegum ástæðum hafi ekki unnizt tími til að undirbúa það eins vel og æskilegt væri, og því er það í öllum atriðum sniðið eftir fjárlögum þessa árs og aðeins lagt fram til að fullnægja bókstaf stjórnarskrárinnar, sem leggur svo fyrir, að fjárlög skuli jafnan leggja fram í byrjun hvers reglulegs þings á árinu. Ríkisstj. áskilur sér af þessum ástæðum rétt til að mega síðar leggja fram annað frv., eftir að nauðsynlegur undirbúningur hefur farið fram, og fer hún fram á það við hæstv. forseta, að þetta frv. verði því ekki tekið fyrir fyrr en síðar á þinginu, er þessi undirbúningur hefur farið fram.