23.10.1944
Neðri deild: 69. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í C-deild Alþingistíðinda. (2921)

87. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Eins og sést á nál. fjhn., skrifaði ég undir það með fyrirvara, og var það vegna þess, að ég vildi hafa rétt til þess að taka málið til nánari athugunar, flytja brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. Ég er sammála öðrum, sem hér hafa talað, um það, að athuga þurfi málið betur, og sé, að ekki er heppilegt að samþ. frv. óbreytt eins og það liggur hér fyrir. Mér skildist á hv. þm. A.-Húnv., að hann einnig telji málið þurfa nánari athugunar við. Vænti ég, að því verði frestað að sinni, og sé því ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð að svo stöddu.