11.01.1944
Sameinað þing: 1. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Kjörbréfanefnd

Loks fór fram kosning kjörbréfanefndar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu fjórir listar. Á A-lista var FJ, á B-lista HermJ, á C-lista ÁkJ, og á D-lista PM og ÞÞ. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að kosnir væru án atkvgr.:

Pétur Magnússon,

Hermann Jónasson,

Áki Jakobsson,

Finnur Jónsson,

Þorsteinn Þorsteinsson.