22.01.1945
Efri deild: 108. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (3154)

225. mál, prófessorsembætti dr. Sigurðar Nordals

Frsm. (Kristinn Andrésson):

Herra forseti. Ég fyrir mitt leyti set mig ekki á móti því, að upplýsinga sé leitað um þetta atriði hjá háskólaráði.

Að öðru leyti finnst mér þessar umr. heldur óviðfelldnar. Þetta er nú ekki mál þannig vaxið eða flókið, að mér finnist ástæða til þess að saka menntmn. þessarar hv. d., þótt hún leitaði ekki upplýsinga um það, hvers vegna flm. fluttu frv. og hvernig menntmn. hv. Nd. fjallaði um málið, þar sem málið var afgreitt með alveg samhljóða atkv. frá þeirri hv. d. og er í raun og veru þess efnis, að mér finnst, að það hefði verið viðkunnanlegast að afgreiða það gegnum báðar d. hljóðalaust.