12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (3186)

219. mál, dósentsembætti í guðfræðideild

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Ég sé ekki ástæðu til að halda langa framsöguræðu. Það er öllum kunnugt, að guðfræðideildin hefur búið við sama kennarakost síðan 1911.

Það er og öllum kunnugt, sem til þekkja, að þar hefur einkum verið kennd guðfræði, en hins vegar ekkert, sem lýtur að „praktisku“ preststarfi.

Björn Magnússon á Borg hefur tvisvar fengið meðmæli til starfa við guðfræðideildina, og hafa margir óskað, að honum yrði veitt þetta embætti og hlutur hans nokkuð réttur, þótt ég leggi engan dóm á fyrri embættaveitingar. Ég legg til, að málinu verði vísað til menntmn.