05.02.1945
Efri deild: 118. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (3261)

219. mál, dósentsembætti í guðfræðideild

Jónas Jónsson:

Út af ræðu hæstv. menntmrh. vil ég taka fram, að ég greiði atkv. á móti þessari till., ekki af því, að ég hafi sérstaklega mikið traust á honum sem ráðh., heldur af því, að einn helzti af stuðningsmönnum hæstv. ráðh., borgarstjórinn í Reykjavík, hefur lýst yfir áður í mjög skemmtilegri ræðu, að hann fylgdi frv. eins og það lægi fyrir af fullu trausti á hæstv. ráðh., og þar sem auðvelt er fyrir borgarstjórann að fella þennan hæstv. ráðh., ef hann ekki „stendur sína Pligt“, segi ég nei.