15.12.1944
Neðri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (3290)

221. mál, sjúkrahús o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Í grg., sem fylgir þessu frv., er frá því skýrt, að mþn. um læknishéraðaskipun, sem nú er starfandi, hafi samið frv. um breyt. á l. frá 1933, um sjúkrahús o.fl., og lagt þar til. að lögfest yrðu þau hlutföll um framlög ríkissjóðs til sjúkrahúsa og læknisbústaða, að ríkissjóður greiði helming stofnkostnaðar, en 3/4 stofnkostnaðar til þriggja fjórðungssjúkrahúsa.

En í því frv., sem hv. heilbr.- og félmn. flytur og hér er til umr., er þessum hlutföllum breytt þannig, að framlög ríkissjóðs til fjórðungssjúkrahúsa eru lækkuð úr 3/4 niður í 3/5 byggingarkostnaðar, og til almennra sjúkrahúsa úr helmingi og niður í allt að 2/5, hvort tveggja til samkomulags, þannig að samkv. frv. gæti það jafnvel orðið enn þá minna en þetta.

Nú finnst mér, að rétt væri að lögfesta þetta á þann hátt, sem mþn, hefur upphaflega ætlazt til, þegar hún samdi sitt frv. Ég tel það vera meira í samræmi við það, sem gilti um Landsspítalann, þegar hann var reistur, og fyrir því flyt ég, ásamt hv. 1. þm. Skagf., brtt. við frv., um það, að í stað orðanna: „allt að tveim fimmtu“ í 1. efnismálsgr. komi: helming, — og í stað orðanna: „allt að þrem fimmtu“ í 2, efnismálsgr. komi: þrjá fjórðu hluta.

Leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta þessa brtt.