15.12.1944
Neðri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í B-deild Alþingistíðinda. (3302)

221. mál, sjúkrahús o.fl.

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. — Ég held, að það sé ástæðulaust fyrir hv. 1. þm. Rang. að bera brigður á, að ég hafi gefið slíka yfirlýsingu, þar eð ég veit ekki betur en hann hafi verið viðstaddur á fundi fjvn. fyrir stuttu, þar sem ég gaf sömu yfirlýsingu og á fundi heilbr.- og félmn., er hv. þm. Snæf. hefur skýrt frá.

Annað mál er það, að þeir, sem óska eftir því að fá nú þetta lögfest, fengju það með samþ. þess frv., sem fyrir liggur frá n., því að annars gæti dregizt að fá þessi l. í gildi þangað til búið væri að gera upp eitthvað af reikningum vegna þeirra framkvæmda á byggingu sjúkrahúsa og læknisbústaða, sem koma undir þessi l.