31.01.1945
Efri deild: 115. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (3361)

221. mál, sjúkrahús o.fl.

Jónas Jónsson:

Herra forseti. — Ég flyt brtt. á þskj. 955, til þess að reyna á sama hátt og hv. síðasti ræðumaður að hjálpa til að leysa úr þeirri flækju, sem sköpuð hefur verið í þessu máli. því að það, sem að er brtt. hv. 3. landsk., er einmitt það, að hún er óleysanleg flækja.

Brtt. hv. 4. landsk. er sanni nær, en gengur þó ekki í þá átt, sem ég hefði helzt á kosið. Og þótt ég vilji ekki spilla fyrir hv. 4. landsk., hef ég borið fram brtt., því að ég álít, að hún muni ganga betur gegnum hina d. en jafnvel till. á þskj. 874.

Sannleikurinn er sá, að ég er mjög óánægður með þetta frv., en til þess að greiða fyrir því, að eitthvað gerist, vil ég ekki spilla fyrir því, en áskil mér allan rétt til að vera með frekari kröfum síðar.