22.09.1944
Neðri deild: 54. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í C-deild Alþingistíðinda. (3451)

132. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Emil Jónsson:

Það er eitt atriði, sem mig langar til að fá upplýst. Ég er að öllu leyti sammála hv. þm. Vestm. um, að fyrirkomulagið á smjörsölunni sé óviðunandi, bæði af því að verðið er svo hátt, að fólk getur ekki keypt smjör, og hins vegar af því, að smjörlíkið á markaðinum er svo lélegt, að sjálfsagt er að ýta undir smjörneyzlu. En hæstv. ráðh. sagði réttilega, að mjólkursölun. væri l. samkvæmt heimilt að sjá um innflutninginn. Ég hef hins vegar óljósan grun um, að þessi n. hafi ekki starfað mikið upp á síðkastið. Hefur n. yfirleitt verið starfandi og hvenær kom hún saman síðast til fundar um þetta mál? Einn nefndarmanna hefur sagt mér, að hún hafi ekki komið saman í heilt ár.