19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (3642)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Forseti (JörB):

Þetta er ein umr. um málið, svo að ég vildi mega vænta þess, að það þyrfti ekki að koma að sök, þótt málið fengi ekki afgreiðslu í hv. d. í dag. Og jafnvel þótt svo færi, að því yrði breytt og það þyrfti þess vegna að fara til hv. Ed., vænti ég, að það þyrfti ekki heldur að hindra afgreiðslu málsins á þessu þingi. Ég get að vísu frestað umr. um málið nú um stund. En fyrst hv. þm. hefur ekki brtt. sina tilbúna, þá get ég tæpast búizt við, að honum vinnist tími til að ganga frá henni nú á fundinum, því að ef að líkindum lætur, stendur þessi fundur ekki mjög lengi.

Ég vil nú aðeins mega spyrja hv. þm. V.-Húnv., hvort hann treysti sér til innan stuttrar stundar að hafa brtt. sína tilbúna. (SkG: Ég tel vafasamt, að ég geti það.) Þá fresta ég þessari umr. og tek málið af dagskrá.