09.10.1944
Efri deild: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í C-deild Alþingistíðinda. (3690)

139. mál, æskulýðshöll í Reykjavík

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil taka mjög undir það, að umr. verði frestað og málið athugað betur í n., eftir það, sem fram hefur komið. Hér hafa nú ekki aðrir tekið til máls en þeir nm., sem áttu að athuga málið, og það hefur komið fram hjá þeim ágreiningur um ýmis atriði þess.

Viðvíkjandi skipun n. vil ég taka það fram, að ég er á móti því, að hæstiréttur verði látinn skipta sér nokkuð af því máli. Ef þetta verður ekki leyst á annan hátt, þá verður heldur að fjölga nm. upp í fjóra. Annars datt mér í hug önnur lausn á þessu máli, og hún er sú, að fyrsti dómkirkjupresturinn hér í Reykjavík verði oddamaður í nefndinni. Hann er mjög vel til þess fallinn að vera sjálfkjörinn fulltrúi æskulýðsins hér í Reykjavík, og það, að hann yrði fulltrúi í þessari n., gæti aukið og bætt sambandið milli hans og æskulýðsins hér í bænum. Ég vil svo mæla með því, að umr. verði nú frestað og n. taki málið betur til athugunar, áður en það fer til 3. umræðu.