09.10.1944
Efri deild: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í C-deild Alþingistíðinda. (3692)

139. mál, æskulýðshöll í Reykjavík

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. — Til þess að fyrirbyggja misskilning vil ég taka það fram, að það var ekki mín uppástunga að vísa málinu nú til 3. umr. og geyma allar brtt. þangað til, heldur benti ég aðeins á það sem leið að taka allar brtt. aftur til 3. umr., þar sem athugun á þeim og þeim breyt., sem af þeim kynni að leiða, mætti fara fram á milli umr. En það er langt frá því, að ég leggi kapp á, að þessu yrði hagað svo, og ég tel það réttast, að hv. flm. og frsm. ráði þessu.