08.02.1945
Efri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (3703)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. — Ég stend aðeins upp til þess að lýsa því yfir, að þessari ræðu verður ekki svarað. Hv. þm. getur ekki ætlazt til þess, að nokkur maður með réttu ráði svari slíkri þvælu. Það gerir vitanlega enginn. Ég vil taka það fram, að hv. þm. tók af mér ómak með ræðu sinni, til þess að sanna það, hversu mikið hneyksli það er, að hann skuli vera starfandi við skóla, sem styrktur er af ríkinu. Maðurinn sakfelldi einstaka menn og bar á þá, að þeir hefðu stolið stórfé, og notaði til þess þinghelgina. Í þessum skóla hefur hann kallað eitt af stærstu samvinnusamtökunum, Kron, eiturbólu. Efalaust var þessi ræða hans sams konar sögukennsla eins og fer fram af hans hálfu í Samvinnuskólanum. Meðan slíkir kennarar eru við skólann eins og þessi maður, sem talar raunverulega eins og hann sé ekki með réttu ráði, má hver lá mér sem vill, að ég tel það óviðunandi, að skólinn sé styrktur af opinberu fé.