23.10.1944
Efri deild: 62. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í C-deild Alþingistíðinda. (3767)

174. mál, jarðræktarlög

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég er ekki mótfallinn því, að þetta frv. fái að ganga til n., og mun ég því ekki greiða atkv. á móti því nú við 1. umr., en mér þykir rétt að taka það fram, að ég er andvígur efni frv. Hins vegar get ég talið, að ástæða sé til þess að athuga betur, hvort þeim tilgangi, sem 17. gr. jarðræktarl. er ætlað að ná, verði ekki náð betur með einhverju öðru móti. Ég vil því beina því til þeirrar hv. n., sem fær málið til meðferðar, að hún athugi sérstaklega þessa hlið málsins.