08.02.1945
Efri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1392 í B-deild Alþingistíðinda. (3775)

259. mál, ítala

Eiríkur Einarsson:

Ég var ekki við, þegar ákvörðun var tekin um þetta mál, og er því óbundinn um ákvörðun og meðferð þess. Ég vil þó láta þess getið, að þótt ég hefði fallizt á samþykkt frv., þá finnst mér frv. vera frekar til að þjóna vissri lagasetningu heldur en til þess að tryggja ítöluna. Það er veitt undanþága til þess að þurfa ekki að kveðja jarðeigendur, og má segja, að það sé til hægðarauka fyrir sýslumenn að losna við þá töf að þurfa að kveðja þá. Það getur verið gott undir ýmsum kringumstæðum, en það getur líka staðið öðruvísi á. Það getur staðið svo á, að ábúandinn sé kærulítill um rétt ábýlisins eða a.m.k. ekki að sama skapi kærusamur eins og eigandinn kynni að vera. Ég tel frv. samt til bóta, þó að ég láti mig það annars litlu skipta, en ég vil aðeins láta þessa getið varðandi mína persónulegu afstöðu til málsins.