19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (3862)

227. mál, hlutafjárframlag fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi

Frsm. minni hl. (Jón Pálmason):

Herra forseti. — Það sýndi sig hér við atkvgr. í gær, að það mun vera ákveðið, að þetta mál fari í gegn í því formi, sem það nú er í. En ég hef leyft mér, ásamt hv. 7. þm. Reykv., að bera fram brtt. við frv., og er hún á þskj. 899, þar sem farið er fram á, að félagið hafi 5 manna stjórn, þar sem samgmrh. skipi 2 menn í stjórnina. Geri ég ráð fyrir, að a.m.k. annar þessara stjórnarmeðlima, ef þetta væri samþ., yrði í Reykjavík og kannske báðir. Væri með þessu móti þægilegra um vik, ef eitthvað kæmi fyrir í sambandi við rekstur þessarar starfsemi.