11.01.1945
Neðri deild: 102. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (3892)

235. mál, skipakaup ríkisins

Jakob Möller:

Herra forseti. — Út af þeim umr., sem hér hafa farið fram, vil ég taka það fram fyrir mitt leyti, vegna þess að ég á sæti í fjhn., að ég hef litið svo á, að þetta frv, færi eingöngu fram á, að veitt verði formleg heimild til þess að kaupa þessa 45 Svíþjóðarbáta og til þess að innleysa þá. Ég hef litið svo á, að heimildin næði ekki lengra, og byggi ég það á því. sem segir í grg., sem fylgir frv. og kom frá ríkisstj., þar sem það er beinlínis tekið fram, að þessa heimild vanti til þess að framkvæma þessi kaup, sem þegar er búið að semja um. Ég get ekki séð annað en sjálfsagt sé að veita ríkisstj. þá formlegu heimild.