09.03.1944
Neðri deild: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

40. mál, nýbygging fiskiskipa

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. — Ég skal ekki hafa mörg orð um þetta frv., eins og það nú er orðið. — Eins og kunnugt er, þá flutti ég ásamt hv. 6. landsk. þá brtt. við 3. gr. frv., þegar það var til 3. umr. í þessari hv. d., að í stað þess, að atvmrh. veitti þau lán og þann styrk, sem þar er gert ráð fyrir, yrði stjórn Fiskveiðasjóðs falið að hafa þetta hlutverk. Ég þarf ekki að endurtaka þær röksemdir, sem ég hafði þá fyrir því, að þetta væri það eðlilega í þessu efni.

Það fór svo um þessa till., að hún var felld hér í d., þó þannig, að meiri hl. var þar ekki svo ýkjamikill. Hún var felld með 15:10 atkv., að mig minnir. Af þessu er auðsætt, að nokkra hv. dm. hefur vantað til atkvgr. um þetta veigamikla atriði, og það er þess vegna alls ekki mjög upp úr því leggjandi, eins og hv. þm. Ísaf. gerði, að það hafi komið fram skýlaus vilji þessarar d. í þá átt, að þessi ákvæði skyldu vera svo sem deildin hafði ákveðið.

Nú var það svo, að í hv. Ed. kom fram till. eins og till. mín og hv. 6. landsk. um það, að stjórn Fiskveiðasjóðs úthlutaði þessu fé. En sú till. féll þar með ekki miklum atkvæðamun. Nú hefur hv. Ed. sett inn í 3. gr. frv. breyt. við 3. umr. frá því sem ráðgert var, er frv. fór úr þessari hv. d., þannig að lagt er til, að mþn. í sjávarútvegsmálum skuli úthluta þessu fé sem styrk. Ég verð að seg ja það, að ég hefði talið betur farið, að sú till., sem ég bar fram, hefði verið samþ. hér eða í hv. Ed., því að mér finnst nokkuð óviðeigandi, að mþn., sem um þessi mál fjallar, sé falið það hlutverk að sjá um úthlutun þessa fjár. En þegar svo er komið, að þetta frv. er komið frá hv. Ed. með þessari breyt., sem að vissu leyti miðar í þá átt, sem mín upprunalega till. gerði, tel ég ekki ástæðu til þess að, fylgja þeirri brtt., sem er fram komin að nýju. Ég mun þess vegna sætta mig við þessa breyt., sem orðið hefur á frv. í hv. Ed., að því er þetta ákvæði áhrærir.

En ég lít á það, sem gerzt hefur, svo sem ein syndin bjóði annarri heim. Nd. hefur með því að neita að samþ. till. um, að höfuðstyrktar- og lánsstofnun sjávarútvegsins hafi á hendi úthlutun þessa fjár, boðið þessari synd heim.

Ég vil svo aðeins segja það, að enda þótt nokkur öfuguggaháttur sé á því að fela slíka úthlutun mþn. í einu máli, þá ætti það ekki að koma að sök, að mþn. gerði þetta, þar til öðruvísi verður ákveðið með l. Hins vegar er það vitað, að Alþ. muni koma saman til langrar setu snemma í haust, og þá er opin leið til þess að fá einhverjum eðlilegri aðila en þessari mþn. úthlutun þessa fjár í hendur, hvort sem um styrk eða lán væri að ræða.

Ég vil svo ekki fara um þetta fleiri orðum, en í samræmi við fyrri afstöðu mína mun ég verða á móti brtt. atvmrh.