16.11.1944
Neðri deild: 75. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1461 í B-deild Alþingistíðinda. (4059)

24. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Síðan þessu máli var frestað, hefur sjútvn. talað saman um brtt. á þskj. 405 frá hv. 2. þm. S.-M. (EystJ), og náðist ekki samkomulag innan n. um það, að frv. bæri að breyta í þessa átt. Meiri hl. n. er því andstæður. Ég hef fyrir mitt leyti borið þessar breyt. og aðrar, sem ymprað var á í undanþáguátt, undir skólastjóra Stýrimannaskólans, og hann taldi þær spor í öfuga átt.

Þá eru brtt. á þskj. 451 frá sjútvn. Það er þegar upplýst, að sú gagnrýni, sem fram kom hjá hv. þm. Ísaf. (FJ) um ósamræmi í breytingum, sérstaklega um kyndara, er önnuðust vélstjórn, var óþörf, því að þarna kom ekki fram nýmæli, heldur var breyt. þessi gerð að ábendingu skrifstofu Alþ., og eru þar tekin inn í frv. ákvæði, sem þegar eru í l. og hentara er að hafa á þessum stað, þegar frv. hefur náð lagagildi og á að fella það inn í gildandi löggjöf. — Ég hef ekki að sinni fleira að segja um málið.