17.01.1945
Efri deild: 104. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1473 í B-deild Alþingistíðinda. (4094)

24. mál, atvinna við siglingar

Hermann Jónasson:

Það er aðeins víðvíkjandi brtt., sem ég hef borið fram á þskj. 672, að það er komin fram brtt. síðan á þskj. 784, sem er um svipað efni, eða, — svo að notuð séu orð hv. þm. Barð., — um það að sigla skipunum innan lands. Ég get þess vegna dregið till. mína til baka og geri mig ánægðan með brtt. á þskj. 784.