17.01.1945
Efri deild: 104. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1473 í B-deild Alþingistíðinda. (4095)

24. mál, atvinna við siglingar

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Ég vil þakka hv. sjútvn. fyrir að hafa tekið til greina þær ábendingar, sem ég hef gert hér.

Út af till. hv. þm. Str. og brtt. á þskj. 784 vildi ég benda á það, að ég geri ráð fyrir, að þessi breyt. muni eiga erfitt uppdráttar í Nd. og enn erfiðara, ef till. hv. þm. Str. yrði samþ., svo að til þess að koma málinu fram á þann hátt, sem almennur vilji mun vera fyrir í Ed., tel ég hyggilegt að taka hana aftur, enda geri ég ekki ráð fyrir, að hún hafi mikla hernaðarþýðingu. Það er nokkuð stórt stökk að veita mönnum, sem hafa verið með skip rétt yfir 15 smálestir, allt í einu réttindi til þess að fara með skip, sem eru upp í 150 smálestir, þó að innan lands sé. Og eftir hljóðinu í neðrideildarmönnum um sams konar till., sem þar var á dagskrá, tel ég, að þessu atriði væri mjög teflt í hættu með till. hv. þm. Str.