19.01.1945
Efri deild: 106. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (4108)

24. mál, atvinna við siglingar

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. Ég skal ekki fara að kappræða við hv. þm. Barð. um, hvort veita eigi þessi réttindi sem undanþágu eða framhaldandi réttindi. Ég held, að það hafi komið skýrt fram, að hér væri um endanleg réttindi að ræða.

Það vakti fyrir mér, að samhliða því, sem skortur kynni að verða á skipstjórnarmönnum, ef bátum fjölgaði mjög, og einnig, að þeir, sem árum saman hafa stundað þennan atvinnuveg, þyrftu ekki að setjast á skólabekk og byrja að læra. Ég held því fram, að till. sé til þess að veita þessum mönnum réttindi, ef þeir eru að öðru leyti undir það búnir að takast þetta starf á hendur. Get ég því ekki fylgt brtt. á þskj. 904.