25.01.1945
Neðri deild: 112. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (4124)

24. mál, atvinna við siglingar

Forseti (JörB):

Það hafa verið gerðar nokkrar breyt. á þessu máli í hv. Ed., sem vera má, að kunni að valda nokkrum skoðanamun. Ég vil því beina því til hv. d., hvort hún getur ekki á þá málsmeðferð fallizt, að umr. verði frestað í þetta sinn og hv. sjútvn. taki málið til athugunar. Ef ekki koma andmæli gegn því, leyfi ég mér að skoða það sem samþ. af hálfu hv. d., og er þá umr. um málið frestað. Ég vil vænta þess, að hv. sjútvn. taki málið til athugunar.