21.02.1945
Efri deild: 133. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1517 í B-deild Alþingistíðinda. (4173)

287. mál, húsnæði í þarfir ríkisins

Bernharð Stefánsson:

Ég leyfi mér að þakka hæstv. fjmrh. fyrir undirtektir hans í þessu máli og skil mætavel, að þær gátu ekki verið öllu betri eða ákveðnari, því að það er nú svo, að ríkisstj. verður alltaf að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef svo má taka til orða. Er ég í alla staði ánægður með undirtektir hans.