03.03.1944
Sameinað þing: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í D-deild Alþingistíðinda. (4271)

29. mál, Suðurlandsbraut um Krýsuvík

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Ég tek undir með hv. þm. Barð., að ég tel það mjög óeðlilegt, að fjárl. 1944 séu lögð sem útgjöld til ársins 1945 fyrir framkvæmdir, sem eiga að fara fram á því ári. Ég tel, að lítið gæti orðið um fjármuni, þegar framkvæma ætti ýmislegt síðar, ef taka ætti upp þessa aðferð, þegar þröngt er í búi. Ég vil vísa í þær umr., sem sýna, hvernig horfir um afkomu ríkissjóðs, og ég fæ ekki séð, hvernig ætti að bæta þessu á það, sem nú er fyrir, þannig að það gæti orðið framkvæmt.