10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í D-deild Alþingistíðinda. (4402)

41. mál, samgöngubætur frá Reykjavík austur í Ölfus

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Það er nú orðið svo langt síðan ég kvaddi mér hljóðs, að ég er búinn að gleyma, hvað það var, sem ég vildi taka fram.

Ég vil aðeins skýra þá aths. á till., sem kom fram hjá hv. þm. N.-Ísf., að fjvn. hafði ekki tekið tillit til till. hans og hv. 11. landsk., sem er á þskj. 113, og sagði hv. þm. í því sambandi, að hann væri mótfallinn þessum miklu umskiptum, og get ég tekið undir það. Mér þykir nóg um allar þessar n., en lagði þó til, að n. væri skipuð. Ég veit því ekki, hvers vegna hann er á móti n. Hann vill bara 3 menn í n., en ekki 5.

Eins fann hv. þm. að því, að fjvn. vill ekki sérfróða menn í n. En það liggur ekkert fyrir frá nm. um það. Alþ. ákveður það, og ég hugsa, að Alþ. verði þeirrar skoðunar, að heppilegra sé, að þeir séu sérfræðingar. Ég hugsa, að það sé ekkert á móti því. Ég held því, að það sé byggt á misskilningi hjá hv. þm. N.-Ísf., þar sem langt er frá því, að fjvn. hafi lagt á móti því, að n. verði skipuð sérfróðum mönnum.

Ég vænti þess, af því að samkomulag varð í fjvn. um þessa till., þá geti hún gengið fram án frekari umr.