22.02.1945
Efri deild: 134. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (4515)

148. mál, dýrtíðarráðstafanir

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. — Ég þarf ekki að tala langt mál viðvíkjandi þessari brtt. Hún er f~ram komin í því skyni, að ríkisstjórnin geti haft í hendi sér, hversu útflutningi á uli verður háttað. Komið gæti til mála að flytja ullina ekki út strax, í þeirri von, að hún hækki eftir stríð. Nú verð ég að játa, að þær upplýsingar, sem fengizt hafa, mæla ekki með því að draga að flytja út ullina.

Nú munu vera í landinu því nær þriggja ára birgðir af ull, og ríkisstjórnin mun ekki voga að liggja með þetta allt. En hversu sem þetta fer, þá er ekki nein hætta að samþ. þessa brtt., og vænti ég, að hún verði samþ.