22.02.1945
Efri deild: 134. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1633 í B-deild Alþingistíðinda. (4534)

148. mál, dýrtíðarráðstafanir

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég skal ekki blanda mér í þær stórpólitísku deilur, sem hér hafa farið fram, en ég vil lýsa yfir, hvers vegna ég skrifa undir nál. fjhn. með fyrirvara.

Ég held, að ákvæðin í 1. tölulið séu til bóta frá því , sem var, en ýmis atriði önnur, einkum 4. lið, get ég ekki fallizt á. Um frv. í heild vil ég segja það, að það er í rauninni staðfesting á samkomulagi búnaðarþings, sem Framsfl. og Sjálfstfl. stóðu að. Alþfl. var þar ekki aðili frekar en að samkomulagi sex manna nefndarinnar. Hins vegar er það yfirlýst af hæstv. ríkisstj., sem ég er stuðningsmaður að, að þingmeirihluti sé tryggður frv. Mun ég því sitja hjá, ef frv. er borið upp í einu lagi, en greiða atkv. á móti 4. lið, sé hann borinn upp sér.