13.06.1944
Efri deild: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

77. mál, laun forseta Íslands

Magnús Jónsson:

Ég vil aðeins spyrja hæstv. ráðh., hvort tekið hafi verið til athugunar, hvernig fer um fráfarandi forseta, og hvort hann á að fara frá án nokkurra biðlauna eða eftirlauna. Það er náttúrlega erfitt að hugsa sér, að svo tiginn maður fari úr slíku embætti og verði þegar í stað að leita sér algengrar atvinnu, því að þótt laun forseta þyki há eftir íslenzkum mælikvarða, verður ekki ætlað, að þeir fari auðugir úr embættinu. Ég vildi aðeins spyrja, hvort hæstv. ríkisstj. hefði athugað þetta.