22.02.1945
Neðri deild: 135. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1657 í B-deild Alþingistíðinda. (4593)

256. mál, gjald af söluverði fisks erlendis

Skúli Guðmundsson:

Ég vildi í sambandi við það, sem hv. 8. þm. Reykv. sagði um athugun fjhn. á þessu máli, taka það fram, að mér fyrir mitt leyti þykir rétt að samþ. fyrri brtt. frá hv. þm. Borgf. Ég tel það mjög sanngjarnt, sem þar er farið fram á.

Um hina brtt. er það að segja, að ég tel, að það, sem þar um ræðir, skipti minna máli. Það er talið, að það sé ef til vill einhverjum erfiðleikum bundið að framkvæma það, sem felst í till. Um það skal ég ekki fullyrða. Ef fyrri brtt. yrði samþ., tel ég minni ástæðu til þess að samþ. þá síðari, því að ef þeir aðilar eru undanþegnir gjaldinu, sem hafa orðið fyrir tjóni á árinu 1944, þá mundi það ekki hafa eins mikla þýðingu, þó að þessi umboðslaun og annar sölukostnaður yrði ekki dreginn frá, áður en skatturinn er lagður á. En ég vil sérstaklega mæla með fyrri brtt. á þskj. 1185.